Verslun okkar er alltaf opin á sama tíma og veitingastaðurinn!
Við vinnum hörðum höndum að því að sinna viðskiptavinum okkar eins og kostur er. Við höfum aukið vöruúrvalið og hefur það aldrei verið meira en í dag. Við leggjum hart að okkur við að halda verslun okkar snyrtilegri og verði eins sanngjörnu og hægt er.
Á þessari síðu má sjá brot af vöruúrvali okkar.
(Athugið að úrvalið getur breyst og verið að einhverju leyti mismunandi frá einni viku til annarrar.
Á þessari síðu má sjá brot af vöruúrvali okkar.
(Athugið að úrvalið getur breyst og verið að einhverju leyti mismunandi frá einni viku til annarrar.
Einn af okkar aðal samstarfsaðilum er Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Þau sjá til þess að enginn þurfi að fara þyrstur út úr búðinni okkar. Gríptu með þér ískalt Pepsi, Appelsín, Mix, 7up eða ferskan Flórídana safa. Á myndinni má sjá vöruúrvalið í goskælinum. Við reynum alltaf að sjá til þess að drykkirnir okkar séu eins kaldir og völ er á.
|
Mjólkurvörur fáum við þrisvar í viku frá Mjólkursamsölunni og bjóðum þar upp á allt það helsta sem þú þarft á að halda, m.a. nýmjólk, léttmjólk, undanrennu, súrmjólk, AB-mjólk, rjóma, smjör, skyr, skyr.is, engjaþykkni, osta, kotasælu, mysing sýrðan rjóma, skyrdrykki, smurosta, camembert og margt fleira.
|
Við fáum reglulega sendar ferskar samlokur frá Matur og Mörk á Akureyri. Þrisvar í viku fáum við sendingar frá Norðlenska, m.a. skinku, spægipylsu, pepperoni, pylsur, lifrarpylsu, kindabjúgu, kjötbúðing, beikon, kæfur o.fl. Við seljum þar að auki frosinn kjúkling, reyktan silung frá Svartárkoti, tólg frá Stóruvöllum í Bárðardal, egg, síld og kavíar. Athugið að sumar vörur eru árstíðabundnar, líkt og grillkjötið góða frá Norðlenska.
|
Í grænmetiskælinum okkar finnur þú alltaf ferskar vörur á sanngjörnu verði, en ávextir og grænmeti berast okkur vikulega. Gúrkur, tómatar og paprikur fáum við beint frá Hveravöllum, en annars erum við einnig með banana, appelsínur, epli, perur, kiwi, vínber, jarðarber, plómur, sítrónur, sveppi, kartöflur, gulrætur, hvítkál, kínakál, hnúðkál, rófur, sætar kartöflur, lauk og hvítlauk.
|
Hjá okkur finnurðu gott úrval af bökunarvörum og öðrum nauðsynjum fyrir heimilið. Hveiti, heilhveiti, rúgmjöl, hafragrjón, ger, lyftiduft, maizena, sykur, púðursykur, flórsykur, hrísgrjón, gott úrval af GP bökunarvörum, kókosmjöl, rúsínur, döðlur, aprikósur, blandaðir ávextir, sveskjur og fíkjur. Þar fyrir utan seljum við m.a. kaffi, te, hunang, kakóduft og úrvals Siríus súkkulaði.
|
Í þurrvörudeildinni kennir ýmissa grasa, morgunkorn, sultur, niðursuðuvörur, súpur, sósur, spagettí, lasagne, gott úrval af kryddi, rauðkál, rauðrófur, baunir pestó, ólívur, tómatsósa, sinnep, núðlur, pítubrauð, tortillukökur, djús og kjötkraftur. Einnig erum við með álpappír, bökunarpappír, plastfilmur, grillkol og gott úrval af pokum frá plastprent.
|
Í frystikistunni og frystiskápnum okkar er ýmislegt girnilegt að finna, kjúklingabringur, læri og leggi frá Ísfugli, súpukjöt, hamborgarar, nautahakk, blandað hakk, kjötfars, saltkjötfars, vorrúllur, rækjur, frosin ber, hvítlauksbrauð, súpubrauð, pylsubrauð, hamborgarabrauð, úrval af frönskum kartöflum og frosnu grænmeti. Einnig erum við með saltfisk, siginn fisk og þorsk, mundu bara að spyrja eftir fiskinum!
|
Við erum með gott úrval af sælgæti og flögum fyrir sælkera á öllum aldri. Gotterí frá Nóa Siríus, Góu, Freyju, Lindu og Kólus til að nefna nokkra. Þar fyrir utan erum við með Extra tyggjó, Mars, Snickers, Bounty, Twix, Smarties, Mentos, kókosbollur, hálsmola, lakkrís og saltstangir. Í flögunum erum við fyrst og fremst með Lay's, Bugles, Doritos og Pringles. Einnig erum við með gott úrval af bitum á borð við Hraunbita, Flórída, Æðibita, Súkkulaðirúsínur og Rísbita.
|